mið 01. október 2014 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Sportinglife 
Diego Costa ætlar gefa kost á sér í landsliðið
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Diego Costa, leikmaður Chelsea, hyggst gefa kost á sér í komandi leikjum spænska landsliðsins þrátt fyrir meiðslin sem hann glímir við.

Þessi magnaði leikmaður hefur verið funheitur í fyrstu leikjum sínum með Chelsea síðan hann kom frá Atletico Madrid í sumar. Hefur hann skorað átta mörk í einungis sex leikjum þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli í læri.

Síðar í þessum mánuði spila Spánverjar gegn Slóvakíu og Lúxemborg í undankeppni EM og hefur Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefið í skyn að hann vilji sjá Costa fá frí frá þeim leikjum.

,,Fyrst ég spila í 90 mínútur er ljóst að ég er heill. Mér líður stöðugt betur og þetta er ákvörðun fyrir Vicente del Bosque að taka," sagði Costa.

,,Í þessari viku hefu ég verið að vinna mikið með sjúkraþjálfara því ég hef verið með smá verk í dálítin tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner