Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. október 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmunds velur sameiginlegt lið FH og Stjörnunnar
Tveir dagar í FH - Stjarnan
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Árnason.
Hörður Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim ,,the dream
Kassim ,,the dream
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardag klukkan 16:00.

Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, hefur sett saman sitt besta lið úr sameiginlegum leikmannahópum FH og Stjörnunnar. Sex leikmenn úr Stjörnunni eru í liði Tryggva en fimm úr FH.

,,Fyrirliði liðsins er Davíð og vítaskytta Ólafur Karl," sagði Tryggvi en lið hans má sjá hér að neðan.



Markvörður:
Þetta er strax erfitt með markvarðatöðuna þar sem tveir traustir kljást en vel þó Ingvar. Í raun erfitt að útskýra hvers vegna. Bara tifinning og jafnvel til að halda balance

Varnarmenn:
Traust vörn sem gæti unnið vel saman. JR og Hörður bakverðir sem geta hlaupið upp og niður allan daginn. JR reyndar betri varnarlega. Danni og Kassim góð blanda af hraða styrk og lesa leikinn báðir vel. Kassim einnig mjög öflugur í föstum leikatriðum.

Miðjumenn:
Vó hvað miðjan er erfið enda af nægu að taka þar. Davíð Viðars fær samt alltaf að vera skítavinnumaðurinn minn sem djúpur á miðjunni í mínu 4-3-3 systemi og Pablo með honum aðeins framar. Báðir verið mjög öflugir í sumar og koma báðir til greina sem leikmenn ársins. Fyrir framan þá verður maður svo að hafa Veigar Pál sem getur alltaf skorað og lagt upp þá hann hafi kannski verið dálítið upp og niður í sumar.

Sóknarmenn
Fórna Atla Guðna á hægri kantinn til að koma Veigari inn en hann má gjarnan fá free role og koma inn á miðjuna annað slagið því hann er magnaður á milli varnar og miðju andstæðinganna og algjörlega óútreiknanlegur. Kemur að sjálfsögðu einnig sterklega til greina sem leikmaður ársins. Lennon verður svo frammi því mér finnst hann einfaldlega betri en Toft og meiri liðsmaður. Ólafur Karl Finsen fær svo síðustu stöðuna enda sýnt flotta takta í sumar og stigið upp. Leiðinlegt að skilja vin minn Óla Palla eftir á bekknum en hann kemur þá bara sterkur inn.

Sjá einnig:
Bjössi Hreiðars velur sameiginlegt lið FH og Stjörnunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner