Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 02. október 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán í viðræðum við Grindavík
Mynd: Gunnar Stígur Reynisson
Óli Stefán Flóventsson hefur átt í viðræðum við Grindavík um að koma inn í þjálfarateymið með Tommy Nielsen sem var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku.

Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.

Óli Stefán hætti sjálfur sem þjálfari Sindra í 2. deild á dögunum eftir fimm ára starf á Höfn í Hornafirði.

Óli er öllum hnútum kunnugur í Grindavík en hann lék með meistaraflokki félagsins frá 1997 til ársins 2004.

Grindavík endaði í 5. sæti í 1. deildinni í sumar eftir að hafa verið spáð efsta sætinu fyrir mót.
Athugasemdir
banner
banner
banner