Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. október 2014 12:03
Elvar Geir Magnússon
Hodgson: Enginn ágreiningur við Liverpool
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segist hafa fengið þær upplýsingar frá Brendan Rodgers að Daniel Sturridge spili líklega ekki með Liverpool gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Sturridge er að glíma við meiðsli sem hann hlaut í síðasta landsliðsverkefni og er eki valinn í enska hópinn sem er að fara að leika við San Marínó og Eistland.

Hodgson segir að það sé enginn ágreiningur milli hans og Liverpool. Ekki sé útilokað að Sturridge komi við sögu gegn West Brom á laugardag. Það myndi koma honum á óvart en alls ekki valda vonbrigðum.

„Það er staðreynd, leiðinleg staðreynd, að hann hefur ekki jafnað sig. Það er áfall fyrir okkur, Liverpool og leikmanninn. Hann var ákveðinn í að vera klár í þessa tvo landsleiki. Það eru samt engin vandamál eða ágreiningur milli okkar og Liverpool," segir Hodgson.

„Hann hefur ekkert spilað fyrir Liverpool síðan hann meiddist hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner