Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. október 2014 15:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Jón Daði verður með A-landsliðinu
Jón Daði í leiknum gegn Tyrklandi.
Jón Daði í leiknum gegn Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson verður með A-landsliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Hollandi. Hann verður því ekki með U21-landsliðinu í umspilsleikjunum gegn Danmörku.

Haldinn verður fréttamannafundur á morgun þar sem leikmannahóparnir verða kynntir en Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður á Vísi greinir frá því að Jón Daði verði í A-landsliðinu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá kitlar A-landsliðið mest. Það er hæsta levelið og er mjög spennandi," sagði Jón Daði við Fótbolta.net í síðasta mánuði þegar hann var spurður út í hvort verkefnið hann myndi sjálfur velja.

Jón Daði skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri Íslands gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM og fékk frábæra dóma fyrir sína frammistöðu.

Leikir A-landsliðsins:
fös. 10. okt. Lettland - Ísland
mán. 13. okt. Ísland - Holland

Umspilsleikir U21-liðsins:
fös. 10. okt. Danmörk - Ísland
þri. 14. okt. Ísland - Danmörk
Athugasemdir
banner
banner
banner