Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. október 2014 12:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Hólmar Örn að ganga í raðir Keflavíkur
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég reikna fastlega með því að fara í Keflavík. Ég er í viðræðum við menn þar og það er komið eitthvað á veg,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson í samtali við Vísi.

Samningur hans við FH er útrunninn og hefur þessi 33 ára miðjumaður látið FH-inga vita af áformum sínum.

„Það var hugur í mér að fara til Keflavíkur fyrir síðasta tímabil. Það hefur kraumað í mér í smá tíma. Mér fannst ég bara ekki geta endað þetta svona með FH eftir að spila aðeins fimm mínútur í fyrra. Mér fannst ég skulda FH og sjálfum mér að taka annað tímabil,“ segir Hólmar Örn sem er uppalinn hjá Keflavík og býr þar.

„Mig langar heim að spila á meðan það er enn kraftur í fótunum. Það þýðir ekkert að fara heim bara til að geispa golunni,“ segir Hólmar Örn við Vísi.

Guðjón Árni Antoníusson og Jónas Guðni Sævarsson hafa einnig verið orðaðir við endurkomu til Keflavíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner