banner
   þri 21. október 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Þriðji markvörður Arsenal í rammanum á morgun
Félagarnir Wojciech Szczesny og Emiliano Martinez.
Félagarnir Wojciech Szczesny og Emiliano Martinez.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martinez mun verja mark Arsenal í sínum fyrsta Meistaradeildarleik þegar liðið mætir Anderlecht á morgun.

Það er markvarðakrísa hjá Lundúnafélaginu þar sem Wojciech Szczesny tekur út leikbann og varamarkvörðurinn David Ospina er meiddur.

Martinez er 22 ára og kemur úr unglingastarfi Arsenal en hann hefur aðeins spilað tívegis fyrir aðallið félagsins. Hann spilaði síðast í ótrúlegum 7-5 sigri Arsenal í deildabikarnum fyrir tveimur árum.

Á síðasta ári var hann lánaður til Sheffield Wednesday þar sem hann spilaði 15 leiki.

Matinez kom til Arsenal frá Independiente í Argentínu 2010, hann lofaði góðu þegar hann var yngri og var spáð bjartri framtíð. Miðað við markverði er hann enn ungur svo það er enn tími til stefnu til að standa undir væntingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner