mið 22. október 2014 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Luke Shaw lofar því að bæta sig
Luke Shaw kostaði fúlgur fjár.
Luke Shaw kostaði fúlgur fjár.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, bakvörður Manchester United, segir að stuðningsmenn síns nýja félags hafi enn ekki fengið að sjá hans besta.

Shaw gekk til liðs við United frá Southampton fyrir 27 milljónir punda og hefur verið gagnrýndur fyrir líkamlegt ásigkomulag, en hann er þó allur að koma til.

,,Stuðningsmennirnir hafa ekki séð mitt besta til þessa. Ég veit að ég hef ekki spilað jafn vel og ég get og fólk hefur tekið eftir því. Ég er að reyna eins og ég get og þetta snýst bara um að venjast þessu öllu saman," sagði Shaw.

,,Þegar þú kemur til félags eins og Manchester United, þá er það aldrei auðvelt fyrir ungan leikmann eins og mig, en ég mun hrökkva í gang fljótlega og fara að spila vel."

,,Ég myndi ekki segja að ég hafi verið hræðilegur en ég veit að ég get gert mun betur, og ég þarf að gera betur. Ég kom til Manchester United og veit hvers félagið þarfnast. Ég hef verið að leggja hart að mér og það mun ná til frammistöðunnar."


Shaw þótti vera einn af efnilegustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er hann átti magnað tímabil með Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner