Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. október 2014 07:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Vals 
Myndband: Bjössi Hreiðars og Óli Jó í spjalli um Val
Sigurbjörn og Ólafur voru áður saman með þjálfun Hauka.
Sigurbjörn og Ólafur voru áður saman með þjálfun Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari heimasíðu Vals fékk sér sæti með nýja þjálfarateymi félagsins, Ólafi Jóhannessyni og Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarþjálfara hans.

Úr varð rúmlega 20 mínútna myndbandsviðtal sem sjá má hér að neðan en þar ræddu þeir félagar um Val og vinnu sína framundan.

„Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og mikill keppnismaður. Þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru þeir aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég nota þá heilmikið," sagði Ólafur um Sigurbjörn.

„Það er ágætis kjarni af leikmönnum hérna í Val og við viljum halda þeim. Við komum til með að sækja einhverja leikmenn til að styrkja liðið en fyrst er að semja við þá leikmenn sem eru fyrir og við viljum halda. Það er góður kjarni til að byggja á."

Ólafur var meðal annars spurður að því hvað þyrfti að gera til að búa til Íslandsmeistaralið?

„Til að gera lið að Íslandsmeisturum þarf langa og mikla vinnu. Við ætlum að byrja á því að búa til lið sem er samkeppnishæft hér á landi og svo er aldrei að vita hvað gerist."

Hér má sjá spjallið í heild sinni:

Athugasemdir
banner
banner