Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. október 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
„Ofmetið að vinna titla"
Anita Elberse.
Anita Elberse.
Mynd: Getty Images
Þegar kemur að því að auka vinsældir fótboltafélaga svo verðmæti þeirra verði meira er sá þáttur að skila titlum ofmetinn. Þetta segir Anita Elberse, viðskiptaprófessor í Harvard.

„Þetta snýst um að vera með í baráttunni um stærstu titlana, hafa leikmenn sem geðjast stuðningsmönnum og rétta uppbyggingu í gangi," segir Elberse en hún var í viðtali við FourFourTwo í aðdraganda El Clasico á laugardag þegar Real Madrid og Barcelona eigast við.

Real Madrid hefur eytt háum fjárhæðum í að auka samskipti sín við stuðningsmenn og það hefur leytt til þess að félagið er með meiri tekjur en Barcelona þó Börsungum hafi gengið betur á vellinum.

„Ég tel að lykillinn að velgengni Real Madrid í tekjuöflun sé 'Galacticos' áætlunin að fá bestu leikmennina og þá sem eru vinsælastir. Florentino Perez talaði um að það væri ekki mjög frábrugðið að reka fótboltafélag og kvikmyndastúdíó. Með menn eins og Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og nú James Rodriguez tryggir félagið sér vinsældir," segir Elberse.
Athugasemdir
banner
banner
banner