mið 22. október 2014 21:23
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Legia Varsjá með fullt hús
Slóvakinn Ondrej Duda, 19 ára miðjumaður Legia, skoraði eina markið í Kænugarði.
Slóvakinn Ondrej Duda, 19 ára miðjumaður Legia, skoraði eina markið í Kænugarði.
Mynd: Getty Images
Metallist 0 - 1 Legia
0-1 Ondrej Duda ('28 )
0-1 Ivica Vrdoljak ('52 , Misnotað víti)
0-1 Jaja ('69 , Misnotað víti)

Legia Varsjá er með fullt hús í L-riðli Evrópudeildarinnar, níu stig úr þremur leikjum, eftir útisigur gegn Metalist Kharkiv í Kænugarði í dag.

Ondrej Duda, miðjumaður Legia, skoraði eina markið á 28. mínútu. Á 52. mínútu hefði pólska liðið átt að tvöfalda forystuna en þá klúðraði Ivica Vrdoljak vítaspyrnu.

Metallist fékk svo vítaspyrnu þegar rúmar 20 mínútur voru eftir og gat jafnað metin en Dusan Kuciak varði og tryggði Legia stigin þrjú.

Metallist er á botninum án stiga eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner