Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. október 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni Jó: Gaman að sjá hvað Emil er virtur hérna
Bjarni er í góðum félagsskap hjá Verona.  Hér er mynd sem hann tók af Rafael Marquez, Juan Gomes, Sigurbergi syni sínum, Emil Hallfreðssyni og syni hans Emmauel, Panagiotis Tachtsidis og Andra Árnasyni svila Emils.
Bjarni er í góðum félagsskap hjá Verona. Hér er mynd sem hann tók af Rafael Marquez, Juan Gomes, Sigurbergi syni sínum, Emil Hallfreðssyni og syni hans Emmauel, Panagiotis Tachtsidis og Andra Árnasyni svila Emils.
Mynd: .
Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA, fylgist þessa dagana með æfingum hjá Hellas Verona í Serie A á Ítalíu.

Bjarni verður í tíu daga ytra en hann fylgdist meðal annars með undirbúningi Verona fyrir tapið gegn AC Milan um síðustu helgi.

,,Þetta er pínulítið öðruvísi og það er alltaf gaman að sjá nýja hluti," sagði Bjarni við Fótbolta.net í dag.

Emil Hallfreðsson spilar með Verona og er í miklum metum hjá félaginu. ,,Það er gaman að sjá hvað Emil er virtur hérna. Hann er einn af tveimur leikmönnum sem eru ennþá eftir síðan liðið fór niður í C-deildina og hann er mjög virtur hér," sagði Bjarni.

Sigurbergur, sonur Bjarna, er einnig hjá Verona þessa dagana en hann æfir með U15 og U16 ára liði félagsins.

Sjá einnig:
Sigurbergur æfir með Verona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner