Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Dirk Kuyt aftur í enska boltann?
Powerade
Lucas Podolski er mögulega á förum frá Arsenal.
Lucas Podolski er mögulega á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Dirk Kuyt gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Dirk Kuyt gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Tottenham ætlar að berjast við Arsenal um Demarai Gray (18) kantmann Birmingham. (The Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ætlar ekki að selja Jan Vertonghen. (Talksport)

Antonio Rudiger (21), varnarmaður Stuttgart, segist vera aðdáandi Arsenal. Rudiger hefur verið orðaður við nágrannana í Chelsea. (Metro)

Stjórnarmenn Newcastle segja ekki öruggt að félagið muni kaupa framherja í janúar. (Newcastle Chronicle)

Southampton ætlar að reyna að fá Dirk Kuyt frá Fenerbahce í janúar. (Daily Star)

Lukas Podolski (29) hefur gefið í skyn að hann gæti farið frá Arsenal en hann er ósáttur við fá tækifæri í byrjunarliðinu. (Daily Mirror)

Diego Costa, framherji Chelsea, þurfti að fara á spítala vegna meiðsla eftir landsliðsverkefni með Spánverjum á dögunum. (Daily Telegraph)

Didier Drogba segir að lið Chelsea núna sé jafngott og liðið sem varð enskur meistari 2004/2005. (Independent)

Jose Mourinho vill sjá Cesc Fabregas taka við fyririðabandinu af John Terry í framtíðinni. (Daily Express)

Manchester City ætlar að óska eftir því að UEFA endugreiði þeim stuðningsmönnum félagsins sem fengu ekki að mæta á leikinn gegn CSKA Moskvu í fyrradag. (The Guardian)

Tony Pulis hefði viljað taka við Cardiff ef honum hefði verið boðið starfi. Russell Slade var ráðinn stjóri á endanum. (Western Mail)

Cameron Jerome, framherji Norwich, ætlaði að vaða inn í búningsklefa Leeds eftir leik liðanna í fyrradag. Jerome hefur sakað Giusepe Bellusci leikmann Leeds um kynþáttafordóma í leiknum. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner