Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 23. október 2014 11:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Taskovic vill ekki ræða við Víkinga strax
Igor Taskovic, fyrirliði Víkings.
Igor Taskovic, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvissa er um hvort Igor Taskovic spili hér á landi næsta sumar en fram kemur á Vísi.is að hann vilji ekki setjast að samningaviðræðum strax af fjölskylduástæðum. Fjölskylda hans er búsett úti.

Taskovic hefur verið einn besti leikmaður Víkings síðustu tvö ár en á liðnu sumri var hann klárlega einn besti miðjumaður Pepsi-deildarinnar.

Hann hjálpaði Víkingum að komast upp úr 1. deildinni í fyrra og á liðnu sumri var hann fyrirliði liðsins þegar það tryggði sér Evrópusæti.

Heimir Gunnlaugsson, varaformaður Víkings, segir ljóst að ef Taskovic kemur aftur til landsins þá muni hann spila með félaginu. Hann sé til í það ef aðstæður séu réttar og verður þráðurinn tekinn upp að nýju.

Víkingar munu á næstunni setjast að borðinu með Ingvari Kale markverði en samningur hans er að renna út. Ingvar er staddur erlendis í fríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner