Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 23. október 2014 12:05
Magnús Már Einarsson
Erlend félög hafa áhuga á Ólafi Karli
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlend félög hafa sýnt áhuga á að fá Ólaf Karl Finsen í sínar raðir.

Samningur Ólafs Karls við Stjörnuna er ekki lengur í gildi en Garðbæingar hafa rætt við hann um nýjan samning.

Ólafur Karl reiknar með að vera áfram í Garðabænum þrátt fyrir áhuga erlendis frá.

,,Það er einhver áhugi erlendis en mér líður þannig að ég verði áfram heima," sagði Ólafur Karl við Fótbolta.net í dag.

Hinn 22 ára gamli Ólafur Karl sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á FH í lokaumferðinni og tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti.

Sjá einnig:
Frá óreglu í Íslandsmeistaratitil á einu ári (9. október)
Athugasemdir
banner
banner
banner