Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 23. október 2014 15:34
Elvar Geir Magnússon
Norskur blaðamaður: Þetta er mjög niðurlægjandi
Mímir Kristjánsson.
Mímir Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mímir Kristjánsson er blaðamaður hjá fótboltablaðinu Josimar í Noregi. Hann er á Íslandi þessa dagana til að kynna sér íslenska fótboltann fyrir grein sem mun birtast í næsta tölublaði.

,,Það er auðvelt að gleyma hversu lítið Ísland er. Í Noregi var fólk að hlæja hversu lítið land Malta er eftir að við unnum þá 3-0. Það búa 550 þúsund þar og það er næstum tvöfalt meira en á Íslandi. Ísland vinnur Noreg, Holland og Tyrklandi og það yrði stórt kraftaverk ef liðið fer áfram á EM." sagði Mímir við Fótbolta.net í dag.

Íslenska landsliðið er í 28. sæti á nýjum heimslista FIFA en Norðmenn eru á sama tíma í 68. sæti. ,,Það er mjög niðurlægjandi að 320 þúsund manns geti gert svona mikið betur en við," sagði Mímir og bendir á að Norðmenn vilji læra af Íslandi.

,,Mikið af fólki í Noregi vill læra af því sem Ísland hefur gert. Þetta er ein stærsta fréttin í Noregi núna, hvað Ísland hefur gert til að ná árangri. Ég held að menn frá norska knattspyrnusambandinu muni koma hingað til að læra hvernig svona lítil þjóð getur staðið sig vel á stóra sviðinu."

,,Norðmenn geta lært af Íslandi, sérstaklega hvað varðar menntun þjálfara í yngri flokkum. Þetta er öðruvísi hér en í Noregi þar sem við erum með fótboltapabba sem hafa enga menntun þjálfa liðin. Margir þeir eru góðir en margir þeirra eru slæmir."

Íslenskir leikmenn hafa staðið sig vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

,,Mitt lið Viking hefur verið með fimm Íslendinga í liðinu og sá sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er Sverrir Ingason. Hann hefur spilað mjög vel og mun líklega fara í stærra félag á einhverjum tímapunkti. Við erum líka hissa á Jóni Daða sem er góður með landsliðinu ykkar en miðlungsmaður með Viking."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner