fim 23. október 2014 17:51
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: De Bruyne reyndist Ragga og félögum erfiður
Ragnar Sigurðsson í baráttunni.
Ragnar Sigurðsson í baráttunni.
Mynd: Getty Images
FK Krasnodar 2 - 4 Wolfsburg
0-1 Andreas Granqvist ('37 , sjálfsmark)
0-2 Kevin de Bruyne ('46 )
1-2 Andreas Granqvist ('51 , víti)
1-3 Luiz Gustavo ('64 )
1-4 Kevin de Bruyne ('80 )
2-4 Francisco Wanderson ('86 )

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn og fékk gult spjald þegar Krasnodar tapaði 2-4 fyrir Wolfsburg í Evrópudeildinni en leikið var í Rússlandi.

Krasnodar byrjaði leikinn vel og fékk góð færi til að komast yfir en það voru gestirnir sem brutu ísinn eftir undirbúning Kevin de Bruyne. Þessi 23 ára Belgi bætti svo öðru marki við þegar vörn heimamanna galopnaðist í upphafi seinni hálfleiks.

Krasnodar náði að hleypa spennu í leikinn þegar liðið fékk umdeilda vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Andreas Granqvist fór á punktinn og skoraði.

Heimamenn fengu nokkrar lofandi sóknir áður en Brasilíumaðurinn Luiz Gustavo tók til sinna ráða og skoraði fallegt mark með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig. Kevin de Bruyne kórónaði svo góðan leik sinn með því að skora fjórða mark þýska liðsins. Maður leiksins.

Krasnodar náði að minnka muninn en komst ekki lengra. Að loknum þremur umferðum í H-riðli er Wolfsburg með fjögur stig en Krasnodar er með tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner