Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. október 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Modric: Vorum að spara kraftana í seinni hálfleik
Mynd: Getty Images
Real Madrid lagði Liverpool með þremur mörkum gegn engu í Meistaradeildinni og segir Luka Modric að leikmenn Real hafi slakað á í síðari hálfleik til að spara krafta.

Modric segir fyrsta mark leiksins hafa brotið heimamenn í Liverpool niður eftir jafna byrjun.

,,Við höfum litið mjög vel út síðasta einn og hálfan mánuð og sýndum okkar bestu hliðar hér á þessum goðsagnakennda leikvangi," sagði Modric samkvæmt Goal.com.

,,Fyrsta markið braut þá niður, þeir urðu áhugaminni. Í síðari hálfleik vorum við að spara kraftana fyrir laugardaginn.

,,Ég er tilbúinn fyrir El Clasico. Vonandi vinnum við því það myndi auka sjálfstraustið okkar til muna."


Real er búið að vinna 8 leiki í röð en mætir Barcelona sem hefur ekki fengið mark á sig og er á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner