Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. október 2014 15:51
Elvar Geir Magnússon
Guardian spáir því að Balotelli haldi sæti sínu
Svona spáir Guardian byrjunarliðunum.
Svona spáir Guardian byrjunarliðunum.
Mynd: Guardian
Guardian spáir því að Mario Balotelli haldi sæti sínu í byrjunarliði Liverpool þegar liðið mætir Hull á Anfield á morgun.

Balotelli hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í búningi Liverpool en í ljósi takmarkaðra valkosta fyrir Brendan Rodgers í sóknarleiknum telur Guardian að hann verði í fremstu víglínu gegn Hull.

Þar að auki hefur Hull fengið mörg mörk á sig á Anfield í gegnum tíðina og þarna gæti Rodgers séð mögulegan leik til að koma ítalska sóknarmanninum í gang.

Liverpool er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Hull í því ellefta. Daniel Sturridge, Mamadou Sakho og Jon Flanagan verða allir fjarri góðu gamni í leiknum á morgun sem hefst 14:00 að íslenskum tíma.

Hull hefur veikst eftir að Michael Dawson og Nikica Jelavic fóru á meiðslalistann en þriðji markvörður liðsins, Eldin Jakupovic, mun vera í rammanum á morgun þar sem Allan McGregor og Steve Harper eru báðir meiddir.

Hull hefur aðeins einu sinni í 18 mótsleikjum gegn Liverpool náð að landa sigri en það var á heimavelli á síðasta tímabili.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner