fös 24. október 2014 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Rudi Garcia: Roma mun komast á toppinn í Evrópu
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia, þjálfari AS Roma á Ítalíu, segir Roma verði stórveldi í Evrópu á ný en liðið jafnar sig nú eftir stórtap gegn Bayern München, 1-7.

Þýska stórliðið slátraði Rómverjum í miðri viku í Meistaradeild Evrópu en leikurinn fór fram á Ítalíu.

Garcia segir þó að uppbygging liðsins taki tíma og með hverju skrefi þá komi liðið til með að verða eitt það stærsta bæði á Ítalíu og í Evrópu.

,,Tapið gegn Bayern breytir engu. Við verðum að horfa fram á veginn og horfa á það jákvæða sem við höfum afrekað á þessu tímabili," sagði Garcia.

,,Sannleikurinn kemur allt í ljós á vellinum. Á þriðjudaginn þá sýndu þeir að þeir voru sterkari en markataln var þó ýkt. Meistaradeildin er erfið og við vissum það en við erum enn í öðru sæti riðilsins. Við munum nú einbeita okkur að deildinni."

,,Skref fyrir skref munum við gera Roma að stórveldi í Evrópu á ný,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner