Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. október 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi sendi Aguero sms: Ekki halda framhjá mér
Félagarnir, Lionel Messi og Sergio Aguero.
Félagarnir, Lionel Messi og Sergio Aguero.
Mynd: Twitter
Argentínski framherjinn, Sergio Aguero, segir frá ýmsu áhugaverðu í nýrri bók sinni Born to rise: The Story en hann talaði meðal annars um Lionel Messi, liðsfélaga sinn í argentínska landsliðinu.

Aguero og Messi hafa verið góðir vinir frá árinu 2005 en þá spiluðu þeir báðir með U17 ára landsliði Argentínu.

Þeir félagarnir voru settir saman í herbergi þegar þeir hittust með landsliðinu og hafa verið undanfarin ár. Ef annar er frá og kemst ekki í landsliðsferðir þá sefur hinn einn í herbergi.

,,Þegar annar okkar er ekki þarna þá er hinn sér í herbergi. Síðast þegar ég fór í landsliðsferð og hann var ekki þá sendi hann mér sms og spurði hver væri með mér í herbergi," sagði Aguero.

,,Ég sagði ekki hafa áhyggjur af því ástin mín. Ég er einn. Þá sendi hann til baka og sagði mér að halda ekki framhjá sér," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner