banner
   lau 25. október 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Cole á leið í MLS-deildina?
Ashley Cole í leik með Roma
Ashley Cole í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Ashley Cole, leikmaður AS Roma á Ítalíu, gæti verið á leið til Orlando City í MLS-deildinni ef marka má ítalska fjölmiðla.

Cole gekk til liðs við Roma á frjálsri sölu í sumar eftir að hafa leikið með bæði Arsenal og Chelsea á Englandi.

Hann hefur ekki verið að spila vel í treyju Roma en hann var tekinn af velli í hálfleik í tapinu gegn Bayern München í vikunni.

Ítalskir fjölmiðlar greina nú frá því að Orlando City í MLS-deildinni hafi áhuga á því að fá Cole í janúar en þar myndi hann mæta fyrrum liðsfélaga sínum hjá Chelsea, Frank Lampard, sem er á láni hjá Manchester City frá New York City.
Athugasemdir
banner
banner
banner