lau 25. október 2014 16:56
Grímur Már Þórólfsson
Frakkland: PSG með sigur þrátt fyrir að lenda manni færri
Lucas Moura skoraði tvö í dag
Lucas Moura skoraði tvö í dag
Mynd: Getty Images
Fyrsta leik dagsins í frönsku úrvalsdeildinni var að ljúka. Þar fengu Paris Saint-Germain lið Bordeaux í heimsókn.

Í liði heimamanna vantaði marga sterka leikmenn og þar má helst nefna þá Zlatan og Cavani. Zlatan er meiddur og Cavani í leikbanni. Þá byrjaði Lavezzi einnig á bekknum.

Eftir einungis 27 mínútur fékk hollenski landsliðsbakvörðurinn, Gregory van der Wiel að lýta beint rautt spjald og heimamenn voru því einum færri. Bordeaux fengu þó einnig rautt spjald, þegar Biyogo var rekinn útaf á 36. mínútu.

Það var svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem PSG fengu vítaspyrnu. Á vítapunktinn fór Lucas Moura og skoraði hann úr spyrnunni. Þeir fengu svo aftur vítaspyrnu á 50. mínútu og aftur skoraði Lucas úr henni.

Lavezzi kom svo inná sem varamaður 64. mínútu fyrir markaskorarann Lucas Moure. Hann kórónaði svo 3-0 sigur PSG á 81. mínútu. Lokatölur 3-0 öruggur sigur heimamanna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner