Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 25. október 2014 23:30
Grímur Már Þórólfsson
Pochettino: Engar líkur á að Paulinho verði lánaður
Paulinho
Paulinho
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham, segir engar líkur á að Paulinho verði lánaður í janúar. Brasilíski miðjumaðurinn hefur einungis spilað einn leik á tímabilinu en Pochettino segir þó engar líkur á að hann yfirgefi félagið.

Hann var keyptur á 17 milljón punda frá Corinthians árið 2013 en hann hefur orðaður við endurkomu til síns gamla félags vegna þess hversu lítið hann hefur fengið að spila undir stjórn Pochettino.

Eftir 8 mörk í 37 leikjum á fyrsta tímabili hans hjá Tottenham, hefur hann einungis komið við sögu í fjórum leikjum í öllum keppnum hjá Tottenham á þessu tímabili. Þar af einungis 30 mínútur í úrvalsdeildinni í 1-0 tapinu gegn WBA.

Samt sem áður, segir Pochettino leikmanninn í áformum sínum og sé því ekki á förum.

Í viðtali við ESPN Brasil, var hann spurður hvort að það væri möguleiki á að hann yrði lánaður aftur til Corinthias. Því svaraði Pochettino:

„Nei. Enginn leikmaður Tottenham verður lánaður til Brasilíu og því Paulinho ekki heldur.
Paulinho kom seint til félagsins eftir HM í sumar. Það er ekkert vandamál með hann. Hann er að æfa vel, þetta er bara tækileg ákvörðun,“
sagði Pochettino

Athugasemdir
banner
banner
banner