lau 25. október 2014 23:00
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: Sky 
Warnock brjálaður út í dómarana eftir leikinn í dag
Neil Warnock var brjálaður út í dómaranna í dag.
Neil Warnock var brjálaður út í dómaranna í dag.
Mynd: Getty Images
Berahino jafnaði metin undir lok leiksins
Berahino jafnaði metin undir lok leiksins
Mynd: Getty Images
Stephen Warnock, þjálfari Crystal Palace, var brjálaður út í dómara leiksins eftir 2-2 jafntefli Crystal Palace og WBA í dag.

Palace voru 2-0 yfir þegar að Julian Speroni, markvörður Crystal Palace, fékk olnbogaskot í andlitið frá Craig Dawson. Endaði það með því að Victor Anichebe setti knöttinn í netið og minnkaði muninn í 2-1.

Speroni fékk aðhlynningu eftir atvikið en sneri aftur inná. Warnock ákvað svo að skipta honum útaf nokkrum mínútum síðar, gegn óskum Speroni.

Warnock segor ákvörðunina hafa verið nauðsynlega þar sem Mark Clattenburg væri ekki að vernda leikmenn sína.

„Sjúkraþjálfarinn sagði hann í lagi en ég sagði að hann væri það ekki.“

„Ég er sá eini sem get verndað hann, ekki sjúkraþjálfararnir. Hann fékk slæmt högg. Ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvort hann vildi spila áfram eða ekki.“

„Ef dómararnir geta ekki séð högg eins og þetta, þá verð ég að vernda markmanninn minn. Ef þeir (WBA) hugsa að þeir geti komist upp með þetta, þá munu þeir gera þetta aftur. Ég er ekki tilbúinn til að láta Speroni þola tvö svona högg.“

„Þetta var nánast líkamsárás. Ég skil ekki hvernig, að minnsta kosti, einn af dómurunum gat ekki séð þetta,“
sagði Warnock eftir leikinn í dag.

Þá fannst Warnock eins og dómararnir hafi misst af tveimur augljósum vítaspyrnum í leiknum og því alls ekki sáttur með dómaratríóið í leiknum sem kostaði þá leikinn að hans mati.
Athugasemdir
banner
banner
banner