Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 30. október 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Capello reyndi að fá Messi lánaðan
Fabio Capello stýrir nú Rússlandi.
Fabio Capello stýrir nú Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello reyndi að fá Lionel Messi lánaðan frá Barcelona þegar hann var við stjórnvölinn hjá Juventus.

Það var 2005 sem Capello spurði Frank Rijkaard hvort hann væri til í að lána Messi þar sem Börsungar voru þegar búnir að fylla kvótann yfir erlenda leikmenn.

Tilboðinu var hafnað og Messi hefur skorað 362 mörk í 428 mótsleikjum fyrir Barcelona síðan.

„Það er rétt. Ég fór til Rijkaard og spurði út í þetta. Ég vissi að Messi gat gert hluti sem aðrir leikmenn gátu ekki dreymt um að gera," sagði Capello.
Athugasemdir
banner
banner
banner