Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 31. október 2014 15:43
Elvar Geir Magnússon
Stjörnum prýtt fjölmiðlamót á laugardag
Fylgstu með á Snapchat: Fotboltinet
Sigurlið Fótbolta.net á síðasta móti.
Sigurlið Fótbolta.net á síðasta móti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14 á laugardag verður flautað til leiks í Fífunni á hinu árlega fjölmiðlamóti í fótbolta en keppt er með hraðmótsfyrirkomulagi í sjö manna bolta.

Fótbolti.net hefur unnið mótið undanfarin tvö ár og getur unnið bikarinn til eigna með sigri um helgina.

Meðal leikmanna Fótbolta.net eru Sigurbjörn Hreiðarsson og Guðmundur Steinarsson sem hafa verið sérfræðingar síðunnar í ár.

Mótinu er skipt upp í tvo riðla en með Fótbolta.net í riðli eru Bravó, Skjárinn, Kjarninn og Morgunblaðið. Með Bravó leika Rikki G og (Sælir) Nilli, Benedikt Bóas Hinriksson er fyrirliði Morgunblaðsins og Heiðar Helguson er meðal leikmanna Kjarnans,

Fleiri stjörnur taka þátt í mótinu. Tryggvi Guðmunds og Sigurvin Ólafsson eru meðal liðsmanna Pressunnar/Eyjunnar og í leikmannahópi 365 eru mörg þekkt nöfn að vanda en mikil leynd hvílir yfir leikmannavalinu þetta árið. Þjálfarinn Valtýr Björn Valtýsson hefur ekkert viljað gefa upp.

Fylgstu með utan vallar með Fótbolta.net á Snapchat: Fotboltinet

A-riðill:
Pressan/eyjan
K100
Rúv
433.is
365

B-riðill:
Bravó
Skjár 1
Kjarninn
Fotbolti.net
Morgunblaðið

Myndir frá síðasta móti:
Athugasemdir
banner
banner
banner