Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. október 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Napoli fær Roma í heimsókn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalski boltinn er í fullum gangi og eftir skemmtilega níundu umferð í miðri viku verður tíunda umferð strax um helgina.

Fyrsti leikur helgarinnar er jafnframt sá mest spennandi þar sem topplið AS Roma heimsækir Napoli.

Juventus tapaði sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu á miðvikudaginn þegar liðið heimsótti Genoa en nú heimsækja ítölsku meistararnir nýliða Empoli og verða að bera sigur úr býtum.

Lokaleikur laugardagsins er viðureign Parma og Inter, en Parma er óvænt á botni deildarinnar með þrjú stig þar sem liðið er búið að tapa átta leikjum af fyrstu níu.

Sampdoria tekur á móti Fiorentina á sunnudeginum og AC Milan mætir Palermo í lokaleik sunnudagsins.

Emil Hallfreðsson og félagar í Verona eiga svo leik við Cesena á mánudaginn áður en Lazio, sem lagði Verona á fimmtudaginn, fær Cagliari í heimsókn.

Laugardagur:
14:00 Napoli - AS Roma
17:00 Empoli - Juventus
19:45 Parma - Inter

Sunnudagur:
14:00 Chievo - Sassuolo
14:00 Sampdoria - Fiorentina
14:00 Torino - Atalanta
14:00 Udinese - Genoa
19:45 AC Milan - Palermo

Mánudagur:
18:00 Cesena - Verona
20:00 Lazio - Cagliari
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner