fös 31. október 2014 15:11
Elvar Geir Magnússon
Ólína G. Viðarsdóttir í Fylki (Staðfest)
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir eftir undirskriftina í dag.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólína G. Viðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki. Ólína hefur spilað 70 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk, 17 leiki með U21-landsliðinu og 4 leiki með U17.

Ólína var atvinnumaður í nokkur ár í Svíþjóð og Englandi. Á Íslandi hefur hún spilað með Grindavík, Breiðabliki, KR og nú síðast Val. Alls 153 leiki og skorað í þeim 41 mark.

„Þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir félagið. Við bjóðum Ólínu velkomna í Fylki. Stefnan er að fá fleiri öfluga leikmenn í Árbæinn," segir í tilkynningu frá Fylki.

Það kemur inn viðtal við Ólínu hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner