Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 31. október 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Ancelotti: Bale er ennþá mikilvægur
Bale hefur ekki átt draumabyrjun á tímabilinu.
Bale hefur ekki átt draumabyrjun á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir að Gareth Bale sé ennþá einn af mikilvægari leikmönnum liðsins.

Walesverjinn hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu á Spáni eftir að hafa verið keyptur til Madrid frá Tottenham fyrir metfé í fyrrasumar.

Bale hafði verið gagnrýndur áður en hann meiddist í baki í miðjum mánuðinum og vilja einhverjir sparkspekingar meina að hann eigi ekki skilið að komast aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill, í ljósi þess hversu vel Isco hefur spilað í hans stað.

,,Bale á skilið að spila. Hann er einn besti leikmaður heims og mjög mikilvægur þessu liði," sagði Ancelotti við blaðamenn á föstudag.

,,Isco er að spila vel og við vonum að hann geti haldið því áfram út tímabilið. En hann og Bale geta líka spilað saman, þeir hafa sannað það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner