Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 01. nóvember 2014 13:00
Alexander Freyr Tamimi
Tottenham var nálægt því að fá Hazard
Hazard endaði á að velja Chelsea.
Hazard endaði á að velja Chelsea.
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, stjóri QPR, segir að hann hafi verið nálægt því að fá sóknarmanninn Eden Hazard til Tottenham þegar hann stýrði þeim síðarnefndu.

Belgíski landsliðsmaðurinn endaði á að ganga til liðs við Chelsea frá Lille sumarið 2012 eftir að Lundúnaæiðið hafði unnið Meistaradeildina, en áður hafði hann átt í viðræðum við Redknapp um að koma til Tottenham.

QPR mætir Chelsea einmitt í ensku úrvalsdeildinni í dag og er Redknapp sannfærður um að Hazard hafi viljað fara til Tottenham.

,,Ég held að hann hafi ólmur viljað koma á þeim tíma," sagði Redknapp við blaðamenn.

,,Joe Cole sagði að hann teldi Hazard vera besta leikmann sem hann hefði nokkurn tíma spilað með. Hann er virkilega hæfileikaríkur."

,,Við reyndum mikið að fá hann en við náðum bara ekki alveg að klára það."


Athugasemdir
banner
banner
banner