Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 09. nóvember 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Arnþór Ari: Vanur að æfa úti í iðnaði
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Við erum búnir að æfa í viku og þetta fer vel af stað. Mér líst virkilega vel á þetta," sagði Arnþór Ari Atlason í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í gær en hann gekk til liðs við Breiðablik á síðasta tímabili.

KR, FH og Víkingur vildu líka fá Arnþór Ara en Arnar Grétarsson sannfærði hann um að semja við Breiðablik.

,,Hann sagði marga mjög spennandi hluti og hugmyndir hans eru mjög spennandi. Það var stór patur af því að ég ákvað að fara í Breiðablik. Hann sannfærði mig um að þetta væri rétti staðurinn."

,,Það eru skemmtilegir tímar framundan í klúbbnum og mér líst vel á hvernig hann vill spila. Maður vill halda botlanum og þeir vilja gera það. Ég tel að þetta sé rétt umhverfi fyrir mig,"
sagði Arnþór sem er spenntur fyrir því að æfa inni í Fífunni í vetur.

,,Það er virkilega góð aðstaða þarna. Ég er vanur því að æfa úti í iðnaði í 15 metrum á sekúndum með snjó upp á ökkla. Þetta er algjör lúxus."

Arnþór Ari er uppalinn hjá Þrótti en hann gekk til liðs við Fram í fyrra. Hann segist hafa rætt við Þróttara um endurkomu núna en Pepsi-deildin hafi heillað of mikið.

,,Ég mun einhverntímann snúa aftur þangað, það er á hreinu. Ég hef trú á að þeir fari upp um deild," sagði Arnþór.

Framarar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar en Arnþór Ari sér ekki eftir að hafa farið þangað.

,,Alls ekki. Auðvitað var þetta mjög erfitt sumar og mikil vonbrigði. Við höfðum leikmannahóp í að halda okkur uppi að mínu mati þó að það séu kannski ekki margir sammála mér. Þetta fer í reynslubankann. Það er ógeðslega leiðinlegt að falla og það er leiðinlegra en ég hélt. Maður er ennþá að jafna sig á því."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Arnþór í heild en þar ber Miley Cyrus meðal annars á góma.
Athugasemdir
banner