Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 09. nóvember 2014 09:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Halldór Kristinn: Erfitt að taka ekki þátt
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson.
Mynd: Leiknir.com
Varnarmaðurinn Halldór Kristinn Halldórsson gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Leikni í vikunni eftir að hafa leikið með Keflavík undanfarin tvö ár.

,,Það var mjög erfitt að taka ekki þátt í því þegar Leiknir komst upp en mér leið svo rosalega vel í Keflavík. Ég þurfti að hugsa mig aðeins um en að lokum var þetta rétt ákvörðun held ég," sagði Halldór Kristinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær.

,,Mér hefur alltaf liðið vel með Kristjáni (Guðmundssyni) og það var erfitt að yfirgefa stað þar sem manni hefur liðið vel á. Ég hef verið í Breiðholtinu áður og ég veit að mér líður vel þar líka."

Halldór Kristinn mun berjast við Óttar Bjarna Guðmundsson og Edvard Börk Óttharsson um sæti í liðinu. ,,Ég geri mér fyllilega grein fyrir því. Leiknir fékk mjög fá mörk á sig. Frammistaða hafsentana var góð en samkeppni gerir mér og öðrum bara gott."

Leiknir mun taka þátt í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti næsta sumar. ,,Það eru allir mjög spenntir. Leiknir er lítið lið ef þú horfir á önnur lið í deildinni en minnimáttarkenndin er engin. Þetta verður rosalega spennandi og skemmtilegt."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner