Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. nóvember 2014 21:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
De Gea klár fyrir leikinn gegn Arsenal
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
David De Gea mun standa í markinu hjá Manchester United um helgina þegar liðið mætir Arsenal.

Óttast var að Spánverjinn myndi missa af leiknum eftir að hafa farið úr lið á fingri í síðustu viku.

,,De Gea er fínn, hann er góður," sagði Louis Van Gaal, stjóri United, í dag.

Þá staðfesti Van Gaal einnig að Michael Carrick væri nálægt því að snúa aftur, sem og að Angel Di Maria hafi jafnað sig eftir smávægileg meiðsli og að hann verði með um helgina.

Hinsvegar er óvíst hvort bakvörðurinn Luke Shaw verði klár á meðan útlitið er bjartara fyrir Daley Blind en óttast var. Blind verður frá í 10 daga, en óttast var að hann hefði orðið fyrir alvarlegum meiðslum á hné.
Athugasemdir
banner
banner
banner