Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 21. nóvember 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmannasamtökin vona að Evans fái annað tækifæri
Ched Evans eftir að hann var látinn laus úr fangelsi.
Ched Evans eftir að hann var látinn laus úr fangelsi.
Mynd: Getty Images
Leikmannasamtök Englands hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segjast vona að Ched Evans, dæmdur nauðgari, fái tækifæri hjá öðru félagi. Evans spilaði með Sheffield United áður en hann var dæmdur í fangelsi.

Sheffield United gaf honum grænt ljós á að æfa hjá félaginu en hefur dregið það til baka eftir þau hörðu viðbrögð sem komu í kjölfarið.

Leikmannasamtökin segja að Evans hafi tekið út sína refsingu og eigi skilið að fá annað tækifæri.

„Þessi hörðu viðbrögð koma ekki á óvart og við skiljum sjónarmið fólks sem var mótfallið því að Ched myndi snúa aftur til Sheffield United. Það mætti vera báðum aðilum í hag að Ched reyni að fá nýja byrjun hjá öðru félagi en ekki því sem hann var hjá þegar hann braut af sér," segja samtökin í yfirlýsingu sinni.

„Aðalmarkmið fangelsisvistar er að einstaklingar geti snúið aftur út í samfélagið. Við getum ekki samþykkt að aðrar reglur eigi að gilda um fótboltamenn. Það er von okkar ða Ched fái annað tækifæri hjá öðru félagi til að snúa aftur í starfið sem hann er þjálfaður í að sinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner