Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. nóvember 2014 17:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Arsenal og Man Utd
Líkleg byrjunarlið á morgun.
Líkleg byrjunarlið á morgun.
Mynd: Guardian
Á morgun 17:30 mætast Arsenal og Manchester United í stórleik helgarinnar í enska boltanum í beinni á Stöð 2 Sport. Varnarleikur beggja liða hefur verið talsvert gagnrýndur og gæti þessi leikur orðið ansi áhugaverður.

Olivier Giroud, franski framherjinn hjá Arsenal, er mættur á undan áætlun eftir að hafa jafnað sig af meiðslum en það er þó reiknað með því að hann byrji á bekknum. Theo Walcott er að glíma við meiðsli í nára og spilar ekki.

Hér til hliðar má sjá líkleg byrjunarlið samkvæmt Guardian.

Daley Blind hefur bæst á langan meiðslalista Manchester United en enn eru vikur í að Radamel Falcao geti spilað aftur. David de Gea, Luke Shaw og Angel Di Maria er allir í líklegu byrjunarliði United.

Arsenal er í sjötta sæti með 17 stig, stigi á undan Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner