Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
   sun 23. nóvember 2014 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - „Eins og það væri engin áætlun hjá Bjarna"
Umræða um Fram úr útvarpsþætti Fótbolta.net
„Allt sem hreyfist fær tilboð um að slást í hópinn hjá einhverju úrvalsdeildarliði,
„Allt sem hreyfist fær tilboð um að slást í hópinn hjá einhverju úrvalsdeildarliði," segir Stefán Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um málefni Fram í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær þar sem íþróttafréttamennirnir Tómas Þór, Elvar Geir og Magnús Már sátu við hljóðnemana á X-inu 97,7.

Hringt var í sagnfræðinginn Stefán Pálsson, stuðningsmann Fram, og rætt um stöðu mála en eins og flestir vita hefur liðið misst ótrúlegan fjölda leikmanna síðan það féll úr Pepsi-deildinni.

„Sögulega séð er þetta enginn heimsendir en kringumstæðurnar eru allt öðruvísi í dag. Tugir leikmanna spila erlendis, úrvalsdeildin er skipuð tólf liðum og þar af verða sex úr Reykjavík á næsta ári. Allt sem hreyfist fær tilboð um að slást í hópinn hjá einhverju úrvalsdeildarliði," segir Stefán.

„Ég var pínulítið hissa að sjá menn sem náðu ekki að verða fastamenn í liðinu sem fellur vera eftirsóknarverða fyrir úrvalsdeildarlið. Af hverju er það? Ekki nema menn telji að þjálfarinn hafi verið að nota þá svo fáránlega en það getur ekki verið því sami þjálfari fær svo vinsælasta giggið í bænum."

Eins og það væri ekki áætlun hjá Bjarna
Bjarni Guðjónsson hélt um stjórnartaumana á liðnu tímabili en hann fékk liðið aldrei til að finna taktinn í sumar. Eftir tímabilið tók hann við þjálfun KR.

„Fyrir alla þjálfara er rosalega erfitt að binda saman algjörlega nýtt lið, hvað þá í móti sem er ekki með fleiri umferðum en þetta Íslandsmót okkar. Það sló mann svolítið að það var eins og það væri engin áætlun. Það var endalaust hrært í liðinu og ekki margar stöður sem Jóhannes Karl var ekki reyndur í svo dæmi sé tekið. Það var alltaf verið að hræra og þetta virkaði aldrei sannfærandi," segir Stefán.

Ekki er ljóst hvar Fram mun spila heimaleiki sína á næsta tímabili en félagið hefur lýst yfir vilja til að spila í Grafarholtinu ef hægt verður að koma upp viðunandi aðstöðu.

„Þetta verða klárlega viðbrigði og ég hugsa með hryllingi til þess ef við endum með að spila á Laugardalsvelli. Að taka á móti Fjarðabyggð á heimavelli á þjóðarleikvanginum er bara fáránlegt í alla staði. Það er nánast að maður tæki sparkvelli í Grafarholtinu frekar. Það gæti orðið bara stemning að setja upp vörubretti við gervigrasvöllinn þarna uppfrá. Bara Garafarholtið er samfélag með fleiri íbúa en Akranes."

Umræðuna um Fram má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner