sun 23. nóvember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
Skiptir Man Utd á Herrera og Shaqiri?
Powerade
Xherdan Shaqiri hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Bayern München og vermir nánast alltaf tréverkið.
Xherdan Shaqiri hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Bayern München og vermir nánast alltaf tréverkið.
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond til Liverpool?
Nathan Redmond til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Það er allt morandi í slúðri í ensku götublöðunum en BBC hefur tekið saman það helsta.

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Bayern München um að skipta á Ander Herrera (25) og svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri (23). Pep Guardiola er aðdáandi Herrera og býður Shaqiri ásamt 7 milljónum punda fyrir leikmanninn. (Express)

Atletico Madrid er tilbúið að samþykkja 20 milljón punda boð frá Manchester United í brasilíska miðvörðinn Miranda (30). (Daily Star Sunday)

Everton mun bjóða 10 milljónir punda í Breel Embolo (17), sóknarmann Basel. Enska félagið var hrifið af Embolo í sigri Basel gegn Liverpool í Meistaradeildinni í október. (Sun)

Chelsea undirbýr 20 milljóna punda boð í írska hægri bakvörðinn Seamus Coleman (26) hjá Everton. (Mail on Sunday)

Rickie Lambert (32), sóknarmaður Liverpool, gæti snúið aftur til Southampton á lánssamningi í janúar. Lambert var keyptur til Liverpool á fjórar milljónir punda í sumar. (Express)

Liverpool er tilbúið að bjóða 10 milljónir punda í enska U21-landsliðsvængmanninn Nathan Redmond (20) hjá Norwich í janúar. Liverpool hefur trú á því að hann geti haft svipuð áhrif og Raheem Sterling. (Daily Star Sunday)

Tottenham og Aston Villa ræða um að skipta á miðjumanninum Fabian Delph (25) sem færi til Tottenham í stað Lewis Holtby (24) sem yrði leikmaður Villa. (Sun)

Steve Bruce, stjóri Hull City, segir að stórliðin séu þegar farin að þefa í kringum skoska bakvörðinn Andy Robertson (20) sem kom til Hull Tigers frá Dundee United í sumar. Robertson er metinn á 12 milljónir punda. (Sunday People)

Fimm embættismenn sem eru tengdir FIFA eru miðpunkturinn í svissneskri glæparannsókn. Verið er að rannsaka umsóknarferlið fyrir HM 2018 og 2022. (Mail on Sunday)

Arsenal ætlar að bjóða enska landsliðsmiðjumanninum Jack Wilshere (22) fimm ára samning sem myndi færa hann í flokk launahæstu leikmanna félagsins með um 150 þúsund pund í vikulaun. (Sunday Mirror)

Jan Mölby, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að Brendan Rodgers þurfi að gefa Adam Lallana röð leikja til að leikmaðurinn nái taktinum á Anfield. (Daily Star)

Nokkrir leikmenn Liverpool eru pirraðir á því að Mario Balotelli er í uppáhaldi hjá Rodgers . Þeir telja að Balotelli komist upp með meira en aðrir en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu. (Sunday Mirror)

Staða Neil Warnock (65) sem stjóri Crystal Palace er þegar í hættu eftir fimm leiki í röð án sigurs. Sagan segir að margir í leikmannahópnum séu ekki ánægðir með þjálfaraaðferðir hans. (Sunday People)
Athugasemdir
banner
banner
banner