Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. nóvember 2014 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Genoa í fimmta sæti eftir jafntefli
Dybala var góður í leiknum og óheppinn að skora ekki meira en eitt mark.
Dybala var góður í leiknum og óheppinn að skora ekki meira en eitt mark.
Mynd: Getty Images
Genoa 1 - 1 Palermo
0-1 Paulo Dybala ('7)
1-1 Andrea Bertolacci ('30)

Genoa er komið í fimmta sæti ítölsku deildarinnar eftir jafntefli á heimavelli gegn Palermo.

Paulo Dybala hefur verið að gera góða hluti hjá Palermo og skoraði fyrsta mark leiksins snemma eftir flott einstaklingsframtak.

Dybala var nálægt því að tvöfalda forystu gestanna þegar bjargað var á línu á 28. mínútu leiksins en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimamenn með marki frá Andrea Bertolacci.

Leikurinn var jafn þar sem bæði lið fengu sinn skerf af færum og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Palermo er í 13. sæti, fimm stigum frá fallsæti, eftir jafnteflið.


Athugasemdir
banner
banner