Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. nóvember 2014 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Clyne: Markmiðið var að ná í þrjú stig
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne, hægri bakvörður Southampton, skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Aston Villa.

Clyne var svekktur með jafnteflið þar sem liðið hafði lagt upp með sigri á Villa Park.

,,Við erum svekktir. Markmiðið var að koma hingað og ná í þrjú stig," sagði Clyne eftir leikinn.

,,Aston Villa er gott lið og þeir settu mikla pressu á okkur í upphafi leiksins.

,,Við fengum hroðalegt mark á okkur og eftir það lágu þeir í vörn og freistuðu þess að beita skyndisóknum.

,,Við erum ánægðir með að hafa náð að jafna svona seint en nú verðum við að einbeita okkur að næsta leik."


Southampton á leiki við Manchester City, Arsenal og Manchester United í næstu þremur umferðum deildarinnar.

Liðið er í öðru sæti, sex stigum frá toppliði Chelsea og tveimur stigum á undan Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner