Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 25. nóvember 2014 18:35
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Lampard byrjar
Yaya Toure er í leikbanni í kvöld.
Yaya Toure er í leikbanni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn er á bekknum hjá Ajax.
Kolbeinn er á bekknum hjá Ajax.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er í Manchester þar sem City tekur á móti Bayern München. Man City er aðeins með tvö stig úr fjórum leikjum og þarf sigur og ekkert annað gegn Bayern til að eiga möguleika á að fara áfram.

Bayern er með fullt hús stiga í E-riðlinum og hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Yaya Toure og Fernandinho, leikmenn City, missa af leiknum í kvöld vegna leikbanns en athygli vekur að Pablo Zabaleta er einnig fjarri góðu gamni.

Byrjunarlið Manchester City: Hart; Sagna, Kompany, Mangala, Clichy; Fernando, Navas, Lampard, Milner, Nasri; Agüero.

Byrjunarlið Bayern München: Neuer; Rafinha, Benatia, Boateng, Bernat; Alonso, Rode, Højbjerg, Robben, Ribéry; Lewandowski.

Paris Saint Germain og Barcelona hafa tryggt sér upp úr F-riðli en PSG og Ajax eigast við í kvöld. Ajax er nú í baráttu við APOEL frá Nikósíu um sæti í Evrópudeildinni, þriðja sæti riðilsins. Kolbeinn Sigþórsson er á bekknum hjá Ajax.

Byrjunarlið PSG: Sirigu; Van der Wiel, Marquinhos, Luiz, Maxwell; Rabiot, Pastore, Matuidi; Cavani, Ibrahimovic, Lavezzi.

Byrjunarlið Ajax: Cillessen; Van Rhijn, Van der Hoorn, Denswil, Boilesen; Klaassen, Serero, Andersen; Schøne, Milik, Kishna.

Chelsea er í fínum málum í G-riðli og getur innsiglað sæti sitt í útsláttarkeppninni með því að vinna Schalke í Þýskalandi. Roberto Di Matteo, fyrrum stjóri Chelsea, heldur um stjórnartaumana hjá Schalke. Chelsea er á toppi riðilsins með 8 stig, Schalke hefur 5, Sporting 4 og Maribor 3.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois; Ivanović, Terry, Cahill, Filipe Luís; Fàbregas, Matić; Schürrle, Oscar, Hazard; Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner