Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. nóvember 2014 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers: Fyrsta markið mikilvægast
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, segir að liðið þurfi að byrja vel gegn Ludogorets í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Liverpool hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum í Meistaradeildinni en gengið liðsins að undanförnu hefur verið dapurt.

Liðið þarf sigur gegn Basel og Ludogorets í síðustu tveimur leikjunum til þess að komast í 16-liða úrslit en liðið mætir Ludogorets á morgun.

,,Við þurfum að einbeita okkur að þessum leik. Við höldum áfram að berjast og ef við náum fyrsta markinu þá getur það gefið okkur sjálfstraust," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner