Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. nóvember 2014 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Hlynur Atli skoðar sína möguleika - Á leið til æfinga í Svíþjóð
Hlynur Atli Magnússon í leik með Þór í sumar
Hlynur Atli Magnússon í leik með Þór í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn, Hlynur Atli Magnússon, er á leið til æfinga hjá BK Forward í sænsku annarri deildinni en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Hlynur Atli, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Fram en hann lék yfir 60 leiki í bæði deild- og bikar áður en hann ákvað að söðla um.

Hann samdi við Þór snemma á síðasta ári og lék tvö tímabil með þeim en hann lék 38 leiki fyrir félagið í bæði deild- og bikar.

Hlynur meiddist á öxl í ágúst og missti í kjölfarið af síðustu leikjum tímabilsins en hann hefur jafnað sig af meiðslunum og er nú á leið til BK Forward í sænsku annarri deildinni þar sem hann dvelur í viku áður en hann heldur heim til Íslands.

,,Ég hef verið í fríi og um leið endurhæfingu hjá bróður mínum á Ítalíu og er búinn að jafna mig af meiðslunum," sagði Hlynur.

,,Ég fer til Svíþjóðar í næstu viku með kærustunni minni og æfi um leið með BK Forward í sænsku annarri deildinni áður en við förum heim."

,,Maður hefur heyrt frá nokkrum liðum heima en ég skoða þetta allt saman þegar ég kem heim,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner