mið 26. nóvember 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Kurzawa horfði á leikinn heima - Ekki á leið til Man City
Layvin Kurzawa
Layvin Kurzawa
Mynd: Getty Images
Layvin Kurzawa, leikmaður AS Monaco í Frakklandi, segist ekki hafa verið á leik Manchester City og Bayern München í gær en hann hefur verið orðaður við enska stóriðið að undanförnu.

Kurzawa, sem er 22 ára gamall bakvörður, er einn efnilegasti leikmaður Frakklands um þessar mundir en hann er partur af A-landsliði Frakka.

Hann er meiddur þessa stundina og verður ekki með Monaco á morgun gegn Bayer Leverkusen en orðrómur fór af stað um að Manchester City hafi boðið honum á leikinn gegn Bayern München í gær.

Hann neitaði því um leið á Twitter og greindi frá því að hann væri heima hjá sér að horfa á leikinn.

Kurzawa komst í fréttirnar á dögunum fyrir afar heimskulegt atvik er hann var niðurlægður af sænska U21 árs landsliðinu. Þar var John Guidetti, framherji sænska landsliðsins, fremstur í flokki en hann er einmitt á láni frá Manchester City frá Glasgow Celtic.

Sjá einnig:
Svíar með algert rothögg á U21 leikmann Frakklands
Athugasemdir
banner
banner
banner