Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. nóvember 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola segir að Bayern hafi ekki átt skilið að tapa
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, segir að lið hans hafi ekki átt skilið að tapa fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sergio Aguero kom City yfir úr vítaspyrnu og var Mehdi Benatia vikið af velli fyrir brotið en Xabi Alonso jafnaði stuttu síðar.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir og var útlitið gott fyrir gestina í hálfleik. Undir lok leiksins mætti þó Aguero aftur til leiks og kláraði leikinn með tveimur mörkum og hélt Man City vel á lífi í keppninni.

,,Ég er stoltur af því að koma hingað til Englands og spila við Manchester City sem er eitt besta liðið hérna og með aðeins tíu menn gegn ellefu. Þegar uppi er staðið þá á maður að hafa gaman af fótbolta og spila sinn leik og leikmennirnir gerðu það," sagði Guardiola.

,,Leikmennirnir áttu ekki skilið að tapa í dag. Þeir spiluðu frábærlega en gerðu því miður tvö mistök," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner