Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. nóvember 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Cech til Liverpool?
Powerade
Petr Cech er orðaður við Liverpool.
Petr Cech er orðaður við Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sneijder kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Sneijder kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakkinn er á sínum stað á þessum fína miðvikudegi.



Darren Bent, framherij Aston Villa, er á leið til Brighton á láni. (Daily Express)

Umboðsmaður Wesley Sneijder ætlar að ræða við forráðamenn Galatasaray eftir að hollenski miðjumaðurinn var ekki í leikmannahópnum á dögunum. Manchester United gæti reynt að krækja í Sneijder. (Daily Star)

Southampton hefur áhuga á Jesus Corona framherja Twente en hann kostar 2,5 milljónir punda. (Daily Mirror)

Tottenham, Chelsea og Liverpool vilja fá Mauro Icardi framherja Inter. (Daily Express)

Hull ætlar að reyna að fá kantmanninn Aaron Lennon frá Tottenham í janúar. (Daily Mirror)

Liverpool ætlar að punga út 47 milljónum punda í janúar til að fá Petr Cech frá Chelsea, framherjann Jackson Martinez frá Porto og kantmanninn Nathan Redmond frá Norwich. (Metro)

Cech er tilbúinn að bíða þangað til næsta sumar með að skipta um félag. (Evening Standard)

Mark Hughes, stjóri Stoke, reiknar ekki með að styrkja leikmannahópinn í janíuar. (Sun)

Steven Gerrard gæti fengið frjálsara hlutverk á miðjunni hjá Liverpool gegn Ludogorets Razgrad í Meistaradeildinni í kvöld. (Independent)

Ander Herrera og Jonny Evans spiluðu báðir með varaliði Manchester United í gær en þeir eru að koma til baka eftir meiðsli. (Daily Mail)

Jack Wilshere þarf að fara í aðgerð á ökkla en möguleiki er á að hann verði frá keppni í þrjá mánuði. (Guardian)

Alan Curbishley hefur hafnað tilboði frá Fulham um að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner