Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. nóvember 2014 11:15
Magnús Már Einarsson
Töpuðu 20-0 eftir að bóndinn fór úr markinu
Þessar kýr eru ekki frá Frakklandi.
Þessar kýr eru ekki frá Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Marly-Gomont tapaði á dögunum 20-0 gegn Tupigny í leik í frönsku neðri deildunum.

Allt gekk á afturfótunum hjá Marly-Gomont í leiknum og ekki skánaði ástandið þegar markvörður liðsins hljóp af vettvangi á 25 mínútu leiksins.

Markvörðurinn er bóndi og hann fékk símtal um að kýr í hans eigu væri að bera.

Marly-Gomont neyddist til að setja forseta félagsins í markið í kjölfarið en hann er 61 árs gamall.

Leikmannahópurinn var ansi þunnur i leiknum vegna meiðsla hjá 14 leikmönnum en fjórir 16 ára gamlir leikmenn komu við sögu í þessu risa tapi.
Athugasemdir
banner
banner
banner