Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. nóvember 2014 11:45
Alexander Freyr Tamimi
„Konur kunna augljóslega ekki fótbolta“
Enska kvennalandsliðið.
Enska kvennalandsliðið.
Mynd: Getty Images
Fótboltaáhugamaðurinn David Hickey frá Wales sendi inn frábæra litla grein í breskt dagblað á dögunum.

Hickey fjallaði þar um kvennaknattspyrnu og benti á landsleik Englands og Þýskalands, sem spilaður var fyrir framan tugi þúsunda á Wembley leikvangnum á dögunum, sér til stuðnings.

Í greininni talar Hickey um að „konur kunni augljóslega ekki fótbolta“.. við skulum samt lesa vel hvernig hann rökstyður þetta!

,,Ég horfði á kvennalandsleik Englands og Þýskalands í sjónvarpinu. Af hverju var þessi leikur sýndur? Konur kunna ekki fótbolta, þær kunna ekki einu sinni einföldustu reglurnar," byrjar Hickey og allt bendir til þess að lesendur greinarinnar eigi ekki von á góðu.

,,Þegar þær eru tæklaðar, þá standa þær upp og halda áfram. Þær þykjast ekki vera meiddar."

,,Þær dýfa sér ekki, þær reyna ekki að fiska mótherjann af leikvelli. Þær eru ekki í glímu í hornspyrnum. Og það versta er, þær eru ekki alltaf að nöldra og ónáða dómarana."

,,Allir sem hafa horft á ensku úrvalsdeildina í karlaboltanum vita að svona spilar maður ekki fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner