Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 28. nóvember 2014 16:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mbl.is 
Gummi Hreiðars hættur hjá KR - Bödker inn?
Guðmundur Hreiðarsson.
Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson er hættur í þjálfarateymi KR en þetta kemur fram á vefsíðu Morgunblaðsins.

„Það eru eng­in illindi á bakvið það. Þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Guðmund­ur við Sindra Sverrisson íþróttafréttamann.

„Ég er bara að gæla við það að ein­beita mér að landsliðinu og gera það enn bet­ur en ég hef gert hingað til. KR er topp­klúbb­ur og það hef­ur verið frá­bært að vinna þar með Pétri, Rún­ari, Loga, Steina Gísla, og svo öll­um markvörðunum sem hafa verið þar. Það hafa verið for­rétt­indi en nú geri ég hlé á þess­um kafla í lífi mínu, alla vega hvað KR varðar."

Henrik Bödker er sterklega orðaður við KR en hann er hættur hjá Stjörnunni þar sem hann hefur verið markmannsþjálfari ásamt því að sjá um að redda félaginu dönskum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner