fös 28. nóvember 2014 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Hallgrímur öflugur í markalausu jafntefli gegn Esbjerg
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Jónasson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
SonderjyskE og Esbjerg gerðu í kvöld markalaust jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni en einn Íslendingur var á ferðinni.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í liði SonderjyskE í kvöld en það var nóg að gera hjá honum í leiknum.

Hann var nálægt því að komast á blað undir lok fyrri hálfleik ef það hefði ekki verið fyrir Daniel Stenderup í vörn Esbjerg.

Hallgrímur komst þá í bókina fyrir brot á Martin Pusic. Þá reyndist íslenski varnarmaðurinn mikilvægur undir lokin er Pusic gerði sig líklegan en Hallgrímur kom í veg fyrir skot hans.

Hann gengur til liðs við OB í janúar en þar hittir hann félaga sinn í íslenska landsliðinu, Ara Frey Skúlaso, sem er fyrirliði danska liðsins.

Lokatölur 0-0 en SonderjyskE er í níunda sæti með 19 stig á meðan Esbjerg er sæti ofar með jafnmörg stig.
Athugasemdir
banner